0 Cart
Added to Cart
  You have items in your cart
  You have 1 item in your cart
  Total
  Check Out Continue Shopping

  Kría BLOG

  Virðisaukaskattslækkun á hjólum

  Turbo Levo Comp

  Núna um áramótin tók í gildi lagabreyting á virðisaukaskatti reiðhjóla og rafmagnsreiðhjóla sem leiðir til þess að öll hjól í Kríu eru allt að því 20% ódýrari heldur en fyrir áramót.

  Öll reiðhjól undir 250,000 kr. eru nú virðisaukaskattslaus en hjól sem eru dýrari innihalda aðeins virðisaukaskatt af umframverði þessara 250,000 króna. Sömu sögu er að segja um rafmagnsreiðhjól nema þar er markið hærra eða tæpar 500,000 kr. sem eru undanskildar virðisaukaskatti. Þar með falla allt að því 96,000 kr. af rafmagnsreiðhjólum til 31. desember 2023.

  Lækkaðu kolefnisfótsporið þitt 2020 og fáðu þér umhverfisvænni fararskjóta á betra verði.

  Víkkun á skattaívilnunum til reið- og rafmagnshjóla

  götuhjól

   

  Við höfum ákveðið að taka forskot á sæluna og lækka reiðhjól um allt að 19,350 kr. líkt og fjármálaráðherra hefur boðað. Einnig viljum bjóða uppá forpantanir á rafmagnshjólum sem verða tilbúin til afgreiðslu í byrjun janúar. Endilega kíkið við hjá okkur og þrykkið í eitt gott jólahjól. 

  Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur boðað breytingar á skattalögum þar sem m.a. er minnst á niðurfellingu á virðisaukaskatti við innflutning á rafknúnum reiðhjólum upp að 400.000 kr., þ.e. greiða þarf virðisauka af umframupphæð þeirra ökutækja. Þannig getur rafmagnsreiðhjól lækkað um allt að 77.400 kr. ef áætlanir stjórnvalda ganga eftir. Sömuleiðis er gert ráð fyrir niðurfellingu virðisauka af fyrstu 100.000 kr. af hefðbundnum reiðhjólum og getur verð þeirra hjóla því lækkað um allt að 19,350 kr. sbr. meðfylgjandi mynd:

  kria-cycles-rafhjol-breyting

   

  Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarpið til og með 12. nóvember n.k. og hvetjum við lesendur til þess að senda umsagnir ef þeir hafa einhverjar athugasemdir varðandi ívilnanirnar sem boðaðar eru.

  Við fögnum þessum breytingartillögum og vonum að þetta verði til þess að fleira fólk velji það frekar að kaupa sér rafmagnsreiðhjól fremur en að fá sér annan bíl á heimilið.

   

   

   

   

   ***Greinin hefur verið uppfærð***

  Myndheimild 11.11.19: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/30/Hvatt-til-notkunar-vistvaenna-samgongumata-med-laegri-alogum/

  Hjólað í vetur, nokkur ráð

  Núna þegar farið er að kólna í veðri og birtuskilyrðin minnka í samræmi við möndulhalla jarðkringlunnar, er gott að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar hjólað er í vinnuna yfir vetrarmánuðina.

  1. Sýnileiki:

  Ljós og endurskynsmerki eða klæðnaður er mjög mikilvægur fyrir öryggi hjólreiðafólks núna þegar farið er að skyggja. Til þess að sjást mælum við sérstaklega með því að hafa ljós bæði að framan og aftan. 

  2. Nagladekk

  Nagladekk gefa óneitanlega meira grip og geta komið í veg fyrir hálkuslys sem myndast sérstaklega á morgnana núna og oftar en ekki er hún ósýnileg á svörtu malbikinu. Ef hitastigið er í kringum 2°C geta myndast hálkublettir niðri við jörð. Í Reykjavík eru þekktir hálkustaðir Elliðarárdalur og Fossvogurinn. 

  3. Vetrarfatnaður

  Fatnaður er lykilatriði hjólreiðum í vetrarfærð, húfa, vettlingar, ullarsokkar og síðan eitthvað vatns- og vindþétt sem ysta lag.

  4. Félagsskapur

  Hjólaðu með vinum þínum, eymdin elskar selskapinn eins og skáldið sagði. Þegar farið er út að hjóla yfir vetrartímann er gott að hafa félaga til þess að brjóta heimskautavindinn inn á milli.

  5. Umhirða

  Hugsaðu vel um hjólið þitt. Saltið sem dreift er á göturnar fer ekki vel með neitt og það er nauðsynlegt að þrífa hjólið reglulega til þess að fyrirbyggja rif eða oxun í stelli eða gírbúnaði. Feitin á keðjunni fer hraðar af í vetrarfærð og því er gott að sulla nokkrum dropum af keðjuolíu inn á milli til þess að allt renni nú smurt. 

  6. Settu hjólið þitt bara á trainer.

  Red Bull Rampage 2019

  Árlega, í sólríkri og sjóðheitri Utah eyðimörkinni, keppast bestu knaparnir í fjallahjólafimi við að grafa línur í sandsteinsstapa Zion þjóðgarðsins. Því næstkomandi föstudag, 25. október, fer fram Red Bull Rampage keppnin í 14. sinn. Það ríkir ávallt mikil eftirvænting vegna þessarar keppni meðal fjallahjólaáhugamanna þar sem þeir allra bestu takast á við fjallsstólpa eftir eigin nefi. Hver og einn knapi velur sér sína línu sem hann ásamt aðstoðarmönnum grefur og reyna þeir að átta sig á hvernig nýta megi landslagið sem best til þess að stökkva á hve frum- og fimlegastan hátt niður stólpann.

  Keppnin var fyrst haldin árið 2001 og átti að halda hana árlega en hún þótti vera of hættuleg og var hlé gert á henni 2004, þangað til ársins 2008, en þá var hún haldin annað hvert ár til ársins 2012 en þá var ákveðið að halda keppnina árlega eins og upplega var lagt uppmeð. Allt frá árinu 2008 hafa kunnugleg andlit prítt verðlaunapallinn en ný kynslóð er að koma upp og á síðasta ári voru ungir og efnilegir knapar farnir að riðja sér til rúms.

  Kría mælir með að fylgjast með Emil Johansson, Andreu Lacondeguy, Brandon Smenuk og Íslandsvininum Graham Agassiz. Allt í beinni útsendingu á heimasíðu Red Bull á föstudaginn klukkan 4.