0 Cart
Added to Cart
  You have items in your cart
  You have 1 item in your cart
  Total
  Check Out Continue Shopping

  Kría BLOG — Vetrarhjólreiðar

  Hjólað í vetur, nokkur ráð

  Núna þegar farið er að kólna í veðri og birtuskilyrðin minnka í samræmi við möndulhalla jarðkringlunnar, er gott að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar hjólað er í vinnuna yfir vetrarmánuðina.

  1. Sýnileiki:

  Ljós og endurskynsmerki eða klæðnaður er mjög mikilvægur fyrir öryggi hjólreiðafólks núna þegar farið er að skyggja. Til þess að sjást mælum við sérstaklega með því að hafa ljós bæði að framan og aftan. 

  2. Nagladekk

  Nagladekk gefa óneitanlega meira grip og geta komið í veg fyrir hálkuslys sem myndast sérstaklega á morgnana núna og oftar en ekki er hún ósýnileg á svörtu malbikinu. Ef hitastigið er í kringum 2°C geta myndast hálkublettir niðri við jörð. Í Reykjavík eru þekktir hálkustaðir Elliðarárdalur og Fossvogurinn. 

  3. Vetrarfatnaður

  Fatnaður er lykilatriði hjólreiðum í vetrarfærð, húfa, vettlingar, ullarsokkar og síðan eitthvað vatns- og vindþétt sem ysta lag.

  4. Félagsskapur

  Hjólaðu með vinum þínum, eymdin elskar selskapinn eins og skáldið sagði. Þegar farið er út að hjóla yfir vetrartímann er gott að hafa félaga til þess að brjóta heimskautavindinn inn á milli.

  5. Umhirða

  Hugsaðu vel um hjólið þitt. Saltið sem dreift er á göturnar fer ekki vel með neitt og það er nauðsynlegt að þrífa hjólið reglulega til þess að fyrirbyggja rif eða oxun í stelli eða gírbúnaði. Feitin á keðjunni fer hraðar af í vetrarfærð og því er gott að sulla nokkrum dropum af keðjuolíu inn á milli til þess að allt renni nú smurt. 

  6. Settu hjólið þitt bara á trainer.