0 Cart
Added to Cart
  You have items in your cart
  You have 1 item in your cart
  Total
  Check Out Continue Shopping

  Kría BLOG

  Red Bull Rampage 2019

  Árlega, í sólríkri og sjóðheitri Utah eyðimörkinni, keppast bestu knaparnir í fjallahjólafimi við að grafa línur í sandsteinsstapa Zion þjóðgarðsins. Því næstkomandi föstudag, 25. október, fer fram Red Bull Rampage keppnin í 14. sinn. Það ríkir ávallt mikil eftirvænting vegna þessarar keppni meðal fjallahjólaáhugamanna þar sem þeir allra bestu takast á við fjallsstólpa eftir eigin nefi. Hver og einn knapi velur sér sína línu sem hann ásamt aðstoðarmönnum grefur og reyna þeir að átta sig á hvernig nýta megi landslagið sem best til þess að stökkva á hve frum- og fimlegastan hátt niður stólpann.

  Keppnin var fyrst haldin árið 2001 og átti að halda hana árlega en hún þótti vera of hættuleg og var hlé gert á henni 2004, þangað til ársins 2008, en þá var hún haldin annað hvert ár til ársins 2012 en þá var ákveðið að halda keppnina árlega eins og upplega var lagt uppmeð. Allt frá árinu 2008 hafa kunnugleg andlit prítt verðlaunapallinn en ný kynslóð er að koma upp og á síðasta ári voru ungir og efnilegir knapar farnir að riðja sér til rúms.

  Kría mælir með að fylgjast með Emil Johansson, Andreu Lacondeguy, Brandon Smenuk og Íslandsvininum Graham Agassiz. Allt í beinni útsendingu á heimasíðu Red Bull á föstudaginn klukkan 4. 

  Að kaupa rafmagnshjól

  Hjólaumhverfi nútímans er að breytast og sífellt fleiri eru farnir að notfæra sér fjölbreyttari fararskjóta til þess að ferðast innan borgarmarka. Rafmagnshjól eru einn af þeim valkostum sem er að koma sér fyrir á íslenskum markaði. Við Íslendingar erum eins og oft áður í samgöngumálum aðeins á eftir Evrópu en á tímabilinu 2017-2018 jókst sala rafmagnsreiðhjóla um 35-65% á meginlandinu. Borgir eins og Amsterdam, Kaupmannahöfn og Berlín eru komnar á þann stað að meirihluti nýrra hjóla sem þar seljast eru rafknúin. 

  Rafmagnshjólið er samt ekki beint ný uppfinning en fyrsta eiginlega rafmagnshjólið var skráð 1895 af uppfinningarmanninum Odgen Bolton Jr. Hann kom fyrir DC rafmagnsmótor á afturhöbbinn og 10 volta rafhlöðu sem fest var við þverpípuna á hjólinu. Hjólið var gíra- og pedalalaust en seldist því miður nánast ekki neitt, en merkilegt nokk hafa sumar hönnunarákvarðanir Boltons ratað inn í rafmagnshjól nútímans.

  En hvað ætti maður að hafa í huga þegar kaupa á rafmagnshjól?

  Mótor

  Í grunninn eru flest rafmagnshjól uppbyggð á sama hátt, lítill rafmótor er festur á milli sveifa eða á fram- eða afturhöbb. Hann síðan keyrir með því að stigið sé á pedalana eða ýtt sé á inngjöf, flest hjóla í dag nota fyrr nefndu aðferðina. Höbb-mótorar hafa verið til lengur, eru ódýrari og hafa fjölbreyttari eiginleika. Þeir eru góðir til þess að nota á flötum vegum innanbæjar. Á meðan sveifasetta-mótorar eru oftar en ekki léttari, minni og kraftmeiri, ásamt því að gera hjólið stöðugara, vegna staðsetningar. Auk þess eru þeir skilvirkari og skila meira afli á hleðslu. Þannig ef nota á hjólið til þess að klifra upp brekkur, á malar- eða kindastígum er betra að vera með hjól sem hefur mótorinn á milli sveifanna.

  Skiljanlega eru flest rafmagnsfjallahjól með sveifamótor meðan höbb-mótorar eru oftar á götuhjólum í flötum borgum þar sem slík hjól eru ódýrari og eiginleikar sveifamótoranna eru ekki jafn ákallandi.

  Rafhlöður

  Rafhlöður koma í allskyns stærðum og einingum en best er að leita eftir hversu stórar rafhlöðurnar eru í watt-klukkustundum en það ætti að gefa skýrustu myndina af því hversu langt er hægt að hjóla á einni hleðslu. Við getum reiknað með það kosti u.þ.b. 12,5 Wh að ferðast einn km og þá er tiltölulega auðvelt að sjá hversu langt notandi kemst. Þ.e.:

  [stærð rafhlöðu í Wh] / 12,5Wh/km = [Fjöldi] km.

  Hvar á að kaupa?

  Við mælum tvímælalaust að fólk kaupi sér rafmagnshjól í hjólbúðum, þar færð þú sem neitandi svör við spurningum, starfsfólkið þekkir til hjólanna, annast viðhald og getur kennt þér á tækið; auk þess sem búðareigendurnir hafa tekið meðvitaða ákvörðun á því að bjóða upp á vöruna, þannig forvinnan hefur verið unnin. Hjólabúðir geta veitt upplýsingar um ábyrgðarmál og þá veistu líka að þú ert að fá hjól sem hægt er að treysta á. Auðvitað er hægt að fá ódýrari hjól með því að kaupa þau á netinu en þá verðum við að mæla með ábyrgum verslunum, því leiðinlega algengt er að fólk kaupi hjól frá aðilum sem eru til einn daginn og gufa síðan bara allt í einu upp og þar með situr neytandinn uppi með hjól sem kannski lítið er hægt að gera fyrir. Hjólaverkstæði veigra sér stundum við að taka að sér viðgerðir á off-brand hjólum því þau vilja ekki sitja uppi með vandræðin sem því getur fylgt.

  Þetta er fjárfesting þannig best er að vanda til verka og ekki hika við að spyrja söluaðila og lesa sig til um áður en ákvörðun er tekin.

  National CX & Lauf at the Dirty Kanza

   

  Here’s a look back at last weeks National CX champs. As everyone will know by now the winners of the Elite Women & Mens races were Águsta Björnsdóttir & Ingvar Ómarsson, who later that evening were also awarded the respective women & mens Icelandic Cyclist of the Year. That is only half the story though, as it has been a long time since I have seen such hotly contested racing. Águsta did battle with María Ögn for the entirety of the race, with the lead swapping several times. In the mens race it was the same story, with Ingvar & Hafsteinn within bike lengths of each other for the duration. No race, especially in the world of CX is ever a foregone conclusion, and it was great to see these athletes at work. Many thanks to all those involved in making the race happen, and all those who raced.

  Video: Einar Ingi

  Front Page Photo: Horður Ragnarsson/@hoddmachine

  This weekend we have the first in a series of presentations taking place at Kría. The boys & girls at Lauf will be running through what it takes to compete & complete a 200 mile gravel race, the infamous Dirty Kanza. All are welcome, hope to see you there.

  Kría Jóla wmn Ride 10.Des!!!!!! :D

  Mynd eftir Kollu skvísu.

  Núna er loksins komið að því.

  Við konunar ætlum að taka hjólatúr saman um Reykjavík, laugardaginn 10.des kl 11. Byrjum á þvi að hittast allar fyrir framan Kría Hjól útá Granda (en ekki hvað).

  Ágústa, Iðunn, Lilja og Sessa ætla sá um að leiða og fylgja hópinn. Leiðin sem við förum er enn óákveðin, fer algörlega eftir hvernig veðrið verður á laugardaginn 10.des.

  Hjólatúrinn endar svo niðrí Kríu, þar sem Saffran ætlar að bjóða uppá léttar veitingar. 

  Ekkert nema stuð.

  Allar gerðir af hjólum eru velkomin! Þar sem markmiðið er ekki að fara hratt, heldur að hafa gaman, kynnast og hjóla saman. 

  Hlökkum til að sá sem flestar.

  Iðunn og allir hjá Kría Hjól

  Kíkið á Facebook síðuna (HÉR)

   

   

  Niðurtalningin er hafin...

  Eru ekki allir orðnir spenntir/ar fyrir hinu árlega Jólaglöggi? Við hjá Kría Hjól erum allavega tilbúin og settum upp smá dagatal til að hjálpa við niðurtalninguna. 

  Jólaglöggið verður soðið 20.des og verður fram yfir Þorláksmessu. Mmmmm

  Viljum við því minna á að allar sérpantanir þurfa að berast okkur eigi síðar en þriðjudaginn 7.desember.

  Jól & Fjör