KRÍA BLOG
Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu

Vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar í heiminum höfum við ákveðið að bjóða uppá fría heimsendingu á ákveðnum vörum á höfuðborgarsvæðinu. Við getum afgreitt sumt í gegnum netverslunina okkar. Hins vegar verðum við að biðja viðskiptavini sem hugsa sér að kaupa reiðhjól fyrir meira en 200.000 kr. að hafa samband við búðina í síma 5349164 og þá er hægt að leggja inná okkur fyrir borguninni eða borga í gegnum síma með Visa. Þar sem að ekki er búið að búa til bókhaldslausn sem leysir vandamálið að borga virðisaukaskatt af hluta heildarverðs.

Við tökum varúðarráðstöfunum Almannavarna alvarlega og höfum byrjað að sótthreinsa algenga snertifleti í búðinni oft á dag, almenn þrif í versluninni hafa verið aukin og hertari hreinlætisreglur. Ennþá er hægt að prófa hjól og við bjóðum uppá aðstöðu til þess að þvo á sér hendurnar og einnota hanska fyrir þá sem vilja.

Opnunartímar okkar eru ennþá þeir sömu enn sem komið er og þangað til annað kemur í ljós.

Við óskum öllum góðs gengis á þessum óvissutímum. Förum eftir fyrirmælum yfirvalda og förum varlega, við komumst í gegnum þetta saman.

Virðisaukaskattslækkun á hjólum

Núna um áramótin tók í gildi lagabreyting á virðisaukaskatti reiðhjóla og rafmagnsreiðhjóla sem leiðir til þess að öll hjól í Kríu eru allt að því 20% ódýrari heldur en fyrir áramót.

Öll reiðhjól undir 250,000 kr. eru nú virðisaukaskattslaus en hjól sem eru dýrari innihalda aðeins virðisaukaskatt af umframverði þessara 250,000 króna. Sömu sögu er að segja um rafmagnsreiðhjól nema þar er markið hærra eða tæpar 500,000 kr. sem eru undanskildar virðisaukaskatti. Þar með falla allt að því 96,000 kr. af rafmagnsreiðhjólum til 31. desember 2023.

Lækkaðu kolefnisfótsporið þitt 2020 og fáðu þér umhverfisvænni fararskjóta á betra verði.

Svartur föstudagur

Við tökum þátt í svörtum föstudegi og bjóðum uppá ómótstæðilegan 50% afslátt á MAAP fatnaði, 50% af Wahoo hjólatölvu og 40% af nokkrum vel útvöldum hjólum.

Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu